Innlent

Stefnuskrá Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ kynnt

Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ kynntu stefnuskrá sína í dag og mun megináhersla vera lögð á ábyrga fjármálastjórn, börnin í fyrsta sæti og málefni eldri borgara. Þá stefna Sjálfstæðismenn í bænum á að koma á rafrænni upplýsinga- og þjónustuveitu, tryggja fjölbreytt framboð lóða í bæjarfélaginu og byggingu mennngarhúss í miðbæ Mosfellsbæjar. Sjálfstæðismenn eru nú með hreinan meirihluta í Mosfellsbæ en oddviti þeirra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar er Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sitjandi bæjarstjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×