Erlent

Biður um meiri tíma til að handsama Mladic

Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba, sem er eftirlýstur vegna stríðsglæpa í stríðinu á Balkanskaga á tíunda áratug síðustu aldar.
Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba, sem er eftirlýstur vegna stríðsglæpa í stríðinu á Balkanskaga á tíunda áratug síðustu aldar. MYND/AP

Boris Tadic, forseti Serbíu, segir nauðsynlegt fyrir yfirvöld í landinu að fá meiri tíma til að handsama Ratko Mladic, sem er eftirlýstur af stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur frá árinu 1995 verið á flótta en Evrópusambandið frestaði í síðustu viku samningaviðræðum við yfirvöld í Serbíu um aukin samskipti þar sem þau höfðu ekki orðið við kröfum um að framselja Mladic. Mladic er meðal annars sakaður um að bera ábyrgð á því þegar átta þúsund múslimar voru myrtir í Serebrenica í Bosníu árið 1995.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×