Erlent

Moussaoui vill sanna sakleysi sitt

MYND/AP

Zacarias Moussaoui, sem í síðustu viku var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna aðildar að árásunum á Bandaríkjum þann 11. september árið 2001, sagðist í gær ekki hafa sagt rétt og satt frá við réttarhöldin. Hann sagðist hafa játað sig sekan gegn vilja lögmanna sinna því hann hefði ekki skilið bandarískt réttarkerfi. Hann sæi nú að hann gæti fengið réttláta meðferð fyrir bandarískum dómstólum og vildi því fá tækifæri til að sanna að hann hefði ekki haft neina vitneskju um árásirnar og að hann væri alsaklaus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×