Erlent

Ný ríkisstjórn kynnt til sögunnar í Írak

Sandbylur í Bagdad í Írak í gær.
Sandbylur í Bagdad í Írak í gær. MYND/AP

Ný ríkisstjórn verður að öllum líkindum mynduð í Írak á fimmtudag. Embættismenn þar í landi segja að Nuri Maliki, tilnefndur forsætisráðherra, ætli að kynna skiptingu ráðherra á fundi með fréttamönnum í dag.

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að búast mætti við tilkynningu á næstu vikum um fækkun í herafla Breta í Írak en um átta þúsund breskir hermenn eru í landinu. Þá tilkynnti bandaríska varnarmálaráðuneytið í gær að 3.500 bandarískir hermenn, sem til stóð að sendir yrðu til Íraks í upphafi þessa mánaðar, verði ekki sendir þangað. Um 130 þúsund bandarískir hermenn eru í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×