Erlent

Hayden verður forstjóri CIA

Bush telur Hayden vera rétta manninn til að taka á hryðjuverkamönnum.
Bush telur Hayden vera rétta manninn til að taka á hryðjuverkamönnum. MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti kynnti í dag ákvörðun sína um að skipa Michael Hayden, hershöfðingja úr flughernum, forstjóra leyniþjónustunnar CIA.

Porter Goss forstjóri CIA lét óvænt af embætti fyrir helgi eftir tæplega tveggja ára setu og hefur enn ekki verið greint frá ástæðum brotthvarfs hans. Talið er að þeir John Negroponte, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna hafi ekki átt skap saman og því hafi Goss verið látinn taka pokann sinn. Í dag greindi svo Bush forseti frá því að Michael Hayden yrði eftirmaður Goss. Hayden er hershöfðingi í bandaríska flughernum og að sögn Bush "rétti maðurinn til að laga leyniþjónustuna að stríðinu gegn hryðjuverkum." Staðfesti Bandaríkjaþing tilnefninguna eru allar leyniþjónustustofnanir landsins komnar í hendur manna úr hernum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×