Verkamannaflokkurinn galt afhroð 5. maí 2006 14:45 Tony Blair, formaður Verkamannaflokksins MYND/Reuters Mikil uppstokkun var gerð á ráðherraliði Verkamannaflokksins í Bretlandi í morgun. Innanríkisráðherrann var rekinn og nýr utanríkisráðherra skipaður. Flokkurinn galt afhroð í sveitarstjórnarkosningum í gær og eru ráðherraskiptin viðbörgð Blairs forsætisráðherra við þeim úrslitum. Það var ljóst snemma í morgun að mikilla tíðinda væri að vænta úr Downingstræti tíu. Kosið var í 176 sveitastjórnum í gær og samkvæmt nýjustu tölum hlaut Verkamannaflokkurinn 1174 sæti í 26 stjórnum og tapaði 288 sætum og þar með 18 sveitastjórnum. Á sama tíma hlaut Íhaldsflokkurinn 68 stjórnir. Kosningaþátttaka var ekki nema 36%, tveimur prósentum minni en 2004. Þrátt fyrir það eru niðurstöðurnar vísbending um viðhorf kjósenda til stjórnarinnar. Því var ljóst að Tony Blair, forsætisráðherra, yrði að hrista rækilega upp í ráðherraliði sínu til að bregðast við niðurstöðunum. Charles Clarke, innanríkisráðherra í bresku ríkisstjórninni, var látinn taka pokann sinn og við tók John Reid, varnarmálaráðherra. Clarke hefur lent í vandræðum eftir að í ljós kom að ríflega eitt þúsund glæpamönnum af erlendu bergi brotnu hafði verið sleppt án þess að fjallað hefði verið um hvort reka ætti þá úr landi. Í kjölfar þess voru kröfur um afsögn Clarke háværar. Jack Straw var lækkaður í tign og látinn víkja úr utanríkisráðuneytinu. Hann verður forseti neðri deildar þingsins. Margaret Beckett sest í stól utanríkisráðherra. Það kom mörgum á óvart að John Prescott, varaforsætisráðherra, verður ekki látinn víkja þrátt fyrir kynlífshneyksli. Hann sleppur þó ekki við refsingu því einhver verkefni verða tekin af könnu hans. Auk alls þessa flyst Alastair Darling samgönguráðherra yfir í viðskiptaráðuneytið og Geoff Hoon, fyrrverandi varnarmálaráðherra, tekur við Evrópumálunum. Þingmenn verkamannaflokksins eru misánægðir með breytingarnar og margir segja ekki nægilega langt gengið. Réttast væri að skipta líka um kallinn í brúnni. Erlent Fréttir Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Mikil uppstokkun var gerð á ráðherraliði Verkamannaflokksins í Bretlandi í morgun. Innanríkisráðherrann var rekinn og nýr utanríkisráðherra skipaður. Flokkurinn galt afhroð í sveitarstjórnarkosningum í gær og eru ráðherraskiptin viðbörgð Blairs forsætisráðherra við þeim úrslitum. Það var ljóst snemma í morgun að mikilla tíðinda væri að vænta úr Downingstræti tíu. Kosið var í 176 sveitastjórnum í gær og samkvæmt nýjustu tölum hlaut Verkamannaflokkurinn 1174 sæti í 26 stjórnum og tapaði 288 sætum og þar með 18 sveitastjórnum. Á sama tíma hlaut Íhaldsflokkurinn 68 stjórnir. Kosningaþátttaka var ekki nema 36%, tveimur prósentum minni en 2004. Þrátt fyrir það eru niðurstöðurnar vísbending um viðhorf kjósenda til stjórnarinnar. Því var ljóst að Tony Blair, forsætisráðherra, yrði að hrista rækilega upp í ráðherraliði sínu til að bregðast við niðurstöðunum. Charles Clarke, innanríkisráðherra í bresku ríkisstjórninni, var látinn taka pokann sinn og við tók John Reid, varnarmálaráðherra. Clarke hefur lent í vandræðum eftir að í ljós kom að ríflega eitt þúsund glæpamönnum af erlendu bergi brotnu hafði verið sleppt án þess að fjallað hefði verið um hvort reka ætti þá úr landi. Í kjölfar þess voru kröfur um afsögn Clarke háværar. Jack Straw var lækkaður í tign og látinn víkja úr utanríkisráðuneytinu. Hann verður forseti neðri deildar þingsins. Margaret Beckett sest í stól utanríkisráðherra. Það kom mörgum á óvart að John Prescott, varaforsætisráðherra, verður ekki látinn víkja þrátt fyrir kynlífshneyksli. Hann sleppur þó ekki við refsingu því einhver verkefni verða tekin af könnu hans. Auk alls þessa flyst Alastair Darling samgönguráðherra yfir í viðskiptaráðuneytið og Geoff Hoon, fyrrverandi varnarmálaráðherra, tekur við Evrópumálunum. Þingmenn verkamannaflokksins eru misánægðir með breytingarnar og margir segja ekki nægilega langt gengið. Réttast væri að skipta líka um kallinn í brúnni.
Erlent Fréttir Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira