Erlent

Varúð: bjarnaeitur

Lögreglan í Frakklandi leitar nú bjarnahatara sem höfðu komið fyrir krukkum með hunangi blönduðu glerbrotum, sem ætlað var að drepa skógarbirni sem nýlega hafa verið fluttir til Pýreneafjallanna eftir að tegundin dó út þar. Krukkurnar voru merktar "Varúð: bjarnaeitur".

Tveimur slóvenskum björnum var sleppt í fjöllunum í apríl og þrír til viðbótar eiga eftir að slást í hópinn í júní. Íbúar í Vestur-Pýreneafjöllunum eru hins vegar ekki allir sáttir við innflutninginn og segja að mikil hætta muni stafa af björnunum fyrir göngufólk, smala og annað fólk sem á leið um fjöllin.

Allir innfæddu birnirnir sem eftir eru eru karldýr. Síðasta birnan var skotin af veiðimanni í vor og við það skuldbundu sveitarstjórnir svæðisins sig til þess að tvöfalda bjarnastofninn í héraðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×