Erlent

Bandaríkjamenn kynda undir borgarastyrjöld að sögn forseta Sómalíu

Forseti Sómalíu, Abdullahi Yusuf, segir Bandaríkjamenn styrkja hópa vígamanna og kynda með því undir borgarstyrjöld í landinu. Fylking vígamannahópa, sem hann segir að njóti stuðnings Bandaríkjamanna, hefur undanfarið átt í blóðugum átökum við hópa múslimskra öfgamanna.

Orðrómur hefur verið á kreiki um að Bandaríkjamenn kaupi sér velvild stríðandi fylkinga í Sómalíu enda hafi stjórnvöld þar ekki raunveruleg völd eða stjórn í landinu. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem þessi grunur er færður í orð af einhverjum svo háttsettum.

Bandarískir yfirmenn neituðu að tjá sig opinberlega en einn þeirra sagðist ekki vilja sjá svæðið hverfa í upplausn, samkvæmt heimildum BBC fréttastofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×