Erlent

Semja um vopnahlé í Darfur-héraði

Fresturinn sem stríðandi fylkingar í Darfur-héraði fengu til semja um vopnahlé hefur verið framlengdur um 48 klukkustundir. Fulltrúar Afríkubandalagsins hafa leitt viðræðurnar sem fram fara í Abúdja, höfuðborg Nígeríu. Súdönsk stjórnvöld hafa fyrir sitt leyti samþykkt sáttatillögurnar en uppreisnarmenn í héraðinu hafa ekki getað komið sér saman um sameiginlega afstöðu til þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×