Innlent

Gunnar Einarsson bæjarstjóraefni sjálfstæðismanna í Garðabæ

Gunnar Einarsson verður bæjarstjóraefni sjálfstæðismanna í Garðabæ við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Ítilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ segir að Gunnar sé starfandi bæjarstjóri í Garðabæ en hann tók við embættinu fyrir tæpu ári þegar Ásdís Halla Bragadóttir lét af störfum.

Áður starfaði Gunnar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs en hann hóf störf hjá bænum árið 1980 sem íþrótta- og tómstundafulltrúi Garðabæjar. Gunnar Einarsson er fæddur 25. maí 1955. Hann er með meistaragráðu í stjórnun og menntunarfræðum og er í doktorsnámi við háskólann í Reading í Englandi í sömu fræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×