Erlent

Bachelet sver embættiseið

MYND/AP

Michelle Bachelet sór í dag embættiseið sem forseti Chile. Hún er fyrst kvenna til að gegna þessu embætti í landinu og þriðja kvenforsetinn í Suður-Ameríku. Hún fer í broddi fylkingar vinstri- og miðjumanna sem hafa stjórnað Chile í 16 ár.

Mörgum kom á óvart að Bachelet skyldi ná kjöri sem forseti í einu íhaldssamasta ríkinu í Suður-Ameríku en hún er staðráðin í að beita sér fyrir jafnrétti og umburðarlyndi í þjóðfélaginu. Hún hefur einsett sér að brúa bilið milli fátækra og ríkra og að vinna að auknum réttindum frumbyggja og kvenna.

Meðal þeirra sem viðstaddir voru innsetningarathöfnina voru Hugo Chavez, forseti Venesúela, Evo Morales, forseti Bólivíu og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vel fór á með Rice og forsetunum, þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu Chavez og sérstaklega Morales gegn Bandaríkjunum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×