Erlent

Merkur fornleifafundur í Egyptalandi

Hópur egypskra og þýskra fornleifafræðinga rakst fyrir tilviljun á merkilegan fund. Þegar unnið var að viðgerðum á hofinu Amenhotep í borginni Luxor fundust sex líkneski af Sekhmet, fornri egypskri gyðju með ljónshöfuð og kvenmannslíkama.

Stytturnar eru úr graníti, og sýna Sekhmet með "lykil lífsins" í vinstri hönd, sem hún notar til lækninga. Ástand styttanna er gott, en þær eru nú til frekari rannsókna. Vonast vísindamennirnir til að finna fleira forvitnilegt við hofið á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×