Erlent

Ný lög í Rússlandi

MYND/AP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, undirritaði í dag lög sem heimila hernum að skjóta niður farþegaflugvélar og ráðast á skip sem eru á valdi ræningja. Árásir hersins á flugvélar eða skip verða leyfðar jafnvel þótt gíslar séu um borð. Báðar deildir rússneska þingsins höfðu samþykkt frumvarp til laganna. Lögin eru sett í kjölfar sífellt fjölgandi hryðjuverka í Rússlandi á undanförnum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×