Öryggislögregla Hvíta-Rússlands, sem ber nafnið KGB, handtók í dag fjölmarga stjórnarandstæðinga og starfsmenn félagasamtaka. Þeir eru sakaðir um ólöglega undirróðursstarfsemi í aðdraganda forsetakosninga sem fram eiga að fara í landinu þann nítjánda þessa mánaðar, en fáir gera sér grillur um að Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti, muni heimila að þær fari fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt. Á meðal þeirra sem voru teknir höndum í dag var Alexander Kozulin, forsetaframbjóðandi, en hann hafði áður reynt að komast inn á ráðstefnu þar sem Lúkasjenkó hélt eina af þrumuræðum sínum. Þar lofaði forsetinn að þegar kosningarnar væru að baki yrði stjórnarandstaðan knésett.
KGB enn á sveimi
