Lífið

Eðlisfræðineminn mætir stjórnmálafræðingnum

Sævar Helgi Bragason og Kristján Guy Burgess mætast í þriðju viðureign 16 manna úrslita í spurningaþættinum Meistaranum á Stöð 2 í kvöld.

Meistarinn hefur fengið geysigóðar viðtökur síðan hann hóf göngu sína um síðustu jól. Það staðfestist í dagbókarkönnun Gallup, sem birt var í

síðustu viku, en þar kemur fram að þátturinn er orðinn næstvinsælasti

þátturinn á Stöð 2 á eftir Idol-Stjörnuleit með 41% uppsafnað áhorf meðal ákrifenda Stöðvar 2 og 21% meðal allra sjónvarpsáhorfenda á aldrinum 12-80 ára.

Keppendur næstu þáttar, þeir Sævar Helgi og Kristján Guy, mæta báðir til

leiks í fyrsta sinn, sátu hjá í fyrstu umferð, og munu keppa um að verða sá þriðji til að tryggja sér sæti í 8 manna úrslitum og þar með þokast nær því að verða krýndur Meistarinn og fá að launum 5 milljónir króna í beinhörðum peningum.

Sævar Helgi BragasonSævar Helgi er 21 árs gamall nemi við Háskóla Íslands í eðlisfræði og er e.t.v. einhverjum að góðu kunnur fyrir að hafa tekið þátt í Gettu betur fyrir hönd Flensborgarskóla í Hafnarfirði.

 

Kristján Guy BurgessKristján Guy er 32 ára gamall ráðgjafi, sem hefur MA próf í

alþjóðastjórnmálum og þjóðarrétti. Kristján Guy á einnig að baki áralanga

reynslu sem blaðamaður og starfaði m.a. sem fréttastjóri hjá DV fyrir

nokkrum árum síðan.

Nú þegar hafa tveir tryggt sér þátttökurétt í 8 manna úrslitum. Fyrstur var Snorri Sigurðsson líffræðingur 24 ára gamall líffræðiaðjúnkt sem lagði Önnu Pálu Sverrisdóttur í fyrstu viðureign 16 manna úrslita og í síðustu viku tryggði Jónas Örn Helgason sæti í 8 manna úrslitum er hann lagði Hauk Harðarson.

 

Næstu viðureignir eru sem hér segir:Björn Guðbrandur Jónsson - Steinþór H. Arnsteinsson

Erlingur Sigurðsson - Ólína Þorvarðardóttir

Mörður Árnason - Stefán Halldórsson

Illugi Jökulsson - Ágúst Gíslason

Inga Þóra Ingvardóttir - Friðbjörn Garðarsson

Meistarinn er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum kl. 20:05 og endursýndur á laugardögum kl. 16:00 og mánudögum kl. 23:00.

Hægt er að nálgast Meistarann og aðra íslenska þætti sem sýndir eru á Stöð 2, Sirkus, Sýn og NFS á Vísir VefTV

Einnig skal bent á vefsíðu þáttarins: visir.is/meistarinn

Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um keppnina og keppendur, léttir spurningaleikir í boði og síðast en ekki síst þá bloggar Logi Bergmann reglulega um keppnina, spáir í spilin og greinir frá ýmsu kræsilegu sem ekki kemur fram í þáttunum sjálfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.