Erlent

Stjórnvöld brugðust rangt við fellibylnum Katrinu

Farsaskrúðgangan Krewe de Vieux Parade henti gaman að stjórnvöldum í mardi gras skrúðgöngu í New Orleans á laugardag.
Farsaskrúðgangan Krewe de Vieux Parade henti gaman að stjórnvöldum í mardi gras skrúðgöngu í New Orleans á laugardag. MYND/AP

Stjórnvöld brugðust hægt og illa við neyðinni í kjölfar fellibylsins Katrinu sem skall á New Orleans síðastliðið sumar. Þetta kemur fram í skýrslu þingnefndar bandaríska þingsins, sem var lekið til fjölmiðla en kemur formlega út á miðvikudaginn.

Innanlandsráðherrann Michael Chertoff fær harðasta gagnrýni og segir í skýrslunni að hann hafi notað sér neyðarúrræði "seint, illa eða alls ekki", sem varð til þess að matvælasendingar og hjálparstarfsfólk tafðist um þrjá daga. Starfsfólk Hvíta hússins er gagnrýnt fyrir að vinna ekki nógu vel úr upplýsingum og geta því ekki gefið forsetanum skýr og góð ráð. Almennt eru stjórnvöld gangrýnd fyrir handahófskennd vinnubrögð, lamaðar stofnanir og skort á frumkvæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×