Erlent

Elsta mamma í heimi

Elsta mamma í heimi fékk í dag loks staðfestingu á nafnbót sinni. Rúmenska konan Adriana Ilíjeskú eignaðist dótturina Maríu Elísu seint í hitteðfyrra en þá var hún 66 ára og 230 daga gömul.

Starfsmenn Heimsmetabókar Guinness tóku sér tíma til að fara yfir metið og sannreyna aldur konunnar. Mæðgurnar fengu peningaupphæð að launum en hún verður geymd þangað til María Elísa er nógu gömul til að fara í skóla. Þá verður mamman komin vel á áttræðisaldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×