Erlent

Skopmyndum mótmælt á Filipseyjum

Mótmælendur á Filipseyjum gera sig líklega til að brenna danska fánann.
Mótmælendur á Filipseyjum gera sig líklega til að brenna danska fánann. MYND/AP

Mörg hundruð múslima á Filipseyjum komu saman eftir bænastund í morgun til að mótmæla skopmyndum af Múhameð spámanni sem danska blaðið Jótlandspósturinn og fleiri evrópsk blöð hafa birt á síðustu vikum og mánuðum.

Þeir hvöttu Gloiru Arroyo, forseta Filipseyja, til að fordæma myndbirtinguna. Leiðtogi mótmælenda sagði Anders Fogh Rassussen, forsætisráðherra Danmerkur, verða að biðjast afsökunar og sagði mótmæli múslima víða um heim réttlætanleg. Þetta er í annað sinn á einni viku sem myndbirtingunni er mótmælt á Filipseyjum.

Lögregla hefur hert öryggisgæslu við ræðismannsskrifstofu Dana og norska sendiráðið í höfuðborginni Manila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×