Innlent

Pottormablót haldið í 8. sinn

Heldur óvenjulegt þorrablót verður haldið í sundlauginni á Suðureyri annað kvöld, eða svokallað Pottormablót. Á fréttavefnum Bæjarins besta segir að þetta sé í 8. sinn sem blótið er haldið. Á fyrsta blótið komu sex manns en vegna mikilla vinsælda hefur gestum fjölgað ár frá ári og í ár er búist við um þrjátíu gestum. Á pottormablótinu er borðaður þorramatur, sungið og spilað á gítar og farið í sundleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×