Erlent

Pútín býður Hamas-liðum til Moskvu

f.v. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, og Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, ræðast við á fundi sínum í Madríd í gær.
f.v. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, og Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, ræðast við á fundi sínum í Madríd í gær. MYND/AP

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hvetur ríki heims til að virða niðurstöðu þingkosninga Palestínumanna í síðasta mánuði. Hamas-samtökin, sem hafa hvatt til eyðingar Ísraelsríkis, hafi unnið þar sigur í lýðræðislegum kosningum.

Pútin lét þessi orð falla á blaðamannafundi á Spáni í gær. Hann sagði mikilvægt að finna lausn á deilum Ísraela og Palestínumanna sem þeir og alþjóðasamfélagið geti sætt sig við. Því ætlaði hann að bjóða fulltrúm Hamas til Moskvu sem fyrst til að ræða friðarferlið í Mið-Austurlöndum.

Einn helsti leiðtogi Hamas fagnaði boði Pútíns en Bandarísk stjórnvöld segjast áfram ætla að sniðganga Hamas-samtökin en það geti þó breyst ef þau viðurkenni tilverurétt Ísraelsríkis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×