Erlent

Meðlimir Al Qaida sluppu úr fangelsi í Yemen

Alþjóða lögreglan Interpol lýsir eftir tuttugu og þremur mjög hættulegum föngum sem struku úr fangelsi í Yemen á föstudag. Þrettán þeirra eru meðlimir hryðjuverkamsamtakanna Al Qaida og áttu þátt í sprengjuárásum á frönsk og bandarísk herskip árið 2000 og 2002. Fangarnir grófu yfir 140 metra löng göng út úr fangelsinu og er óttast að hópurinn ætli að fremja hryðjuverkaárásir. Nöfn, myndir og fingraför hafa verið afhent Interpol og er nú mannanna leitað um allan heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×