Erlent

Ráðist á danska sendiráðið í Jakarta

MYND/AP

Reiðir múslimar réðust inn í sendiráð Dana í Jakarta í Indónesíu í morgun. Þeir gengu berserksgang í andyri sendiráðsins og kröfðust þess að Indónesía sliti stjórnmálasambandi við Danmörku vegna mynda af spámanninum Múhameð sem birtust í Jyllandsposten.

Per Stig Møller, utanríkisráðherra Dana, og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra, eiga í dag fund með öllum erlendum sendiherrum í Kaupmannahöfn. Einnig hafa þeir fundað með imömum, arabískum fjölmiðlum og fulltrúum frá dönsku atvinnulífi til að reyna að kveða niður deiluna.

Møller segir föstudagsbænina í moskunum mun ráða miklu um hvort deilan um skopmyndirnar af Múhameð spámanni hjaðnar eða magnast. Föstudagar eru aðalsamkomudagar múslima, en búist er við viðamiklum mótmælum víða í Evrópu þar sem myndirnar hafa birst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×