Erlent

Ritstjóri France Soir rekinn fyrir að birta teikningar

Eigandi franska dagblaðsins France Soir hefur rekið ritstjóra þess fyrir að hafa birt teikningarnar af Múhameð spámanni í blaðinu í gær. Í tilkynningu segir eigandinn ákvörðunina eiga að vera skýrt merki um virðingu fyrir trú manna og sannfæringu. Þá biður hann múslíma afsökunar á að blaðið hafi birt teikningarnar, en þær hafa valdið mikilli reiði meðal þeirra. Fjölmörg evrópsk blöð hafa komið Jótlandspóstinum til stuðnings og birt myndirnar, þar á meðal DV, en þau segja nauðsynlegt að standa vörð um tjáningarfrelsið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×