Innlent

Sektuð og svipt ökuleyfinu

Kona var fundin sek um ölvunarakstur fyrir Héraðsdómi Vesturlands í gær og var henni gert að greiða tæpar 300 þúsund krónur í sekt auk þess sem hún missir ökuréttindi sín í þrjú ár.

Var konan dæmd fyrir tvö brot vegna ölvunaraksturs. Í báðum tilvikum mældist áfengismagn í blóði hennar vel yfir tveimur prómillum sem þýðir umtalsverða ölvun. Hún hefur ekki áður gerst brotleg við lög svo vitað sé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×