Einbeitt áfram til árangurs 31. desember 2006 06:00 Viðburðarríkt ár er að baki. Glæstir sigrar, vonbrigði, tækifæri, gleði og sorg – allt þetta hafa landsmenn upplifað með einhverjum hætti á árinu 2006. Þannig er lífið í öllum sínum fjölbreytileika og enginn stöðvar tímans þunga nið. Árið 2007 heilsar brátt með öllum þeim viðfangsefnum og áskorunum sem fylgja nýju ári. Ég vona að það verði okkur öllum farsælt. Stjórnmálin hafa verið einkar fjörleg þetta árið, sveitarstjórnarkosningar á liðnu vori, breytingar í ríkisstjórn í sumar í kjölfar þess að Halldór Ásgrímsson ákvað að hverfa af vettvangi stjórnmálanna og síðan prófkjör flokkanna nú í haust til undirbúnings fyrir komandi alþingiskosningar. Þingkosningarnar í maí og aðdragandi þeirra mun án efa tryggja framhald líflegrar þjóðmálaumræðu. Sumir halda að stjórnmál séu aðeins linnulaust karp um dægurmál, keppni í ræðumennsku þar sem sá vinnur sem talar hæst og mest fer fyrir. Þannig kann það raunar að virðast þeim fáu sem aðeins fylgjast með skvaldurþáttum fjölmiðla og bloggsíðum stjórnmálamanna eða misjafnlega spakviturra álitsgjafa. En stjórnmálin snúast auðvitað um annað og meira. Stjórnmálabaráttan er tæki til að þróa samfélagið áfram til betri vegar í þágu borgaranna allra. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í þeirri vegferð. Við Íslendingar erum lánsöm þjóð. Við búum í samfélagi þar sem vandamálin eru í raun flest smávægileg miðað við vanda ýmissa annarra þjóða. Vandamál okkar er flest hægt að líta á sem viðfangsefni til úrlausnar þar sem ágreiningur er fyrst og fremst um leiðir en ekki markmið. Athyglisvert er að nú er helst deilt í stjórnmálum á Íslandi um túlkun á tölum og samanburð milli manna – og milli þjóða. Íslenskt efnahagslíf hefur á skömmum tíma tekið algjörum stakkaskiptum og er nú fyllilega samkeppnisfært við þau lönd sem við viljum helst bera okkur saman við. Íslensk fyrirtæki láta til sín taka á sviðum sem óhugsandi hefði verið fyrir nokkrum árum að þau væru þátttakendur í og þeim vex ásmegin, að því er virðist, með degi hverjum. Við viljum gera fyrirtækjunum kleift að halda áfram á þessari braut því það er í atvinnustarfseminni sem þau verðmæti skapast sem þjóðin lifir af. Í pólitískri umræðu er málum gjarnan skipt í flokka og vísað til þeirra sem harðra eða mjúkra. Velferðar- og fjölskyldumál falla þá jafnan í mjúka flokkinn en efnahags- og skattamál í hinn, svo dæmi séu tekin. Þetta er hins vegar ekki svona einfalt því mjúku og hörðu málin skarast. Efnahagsstaða þjóðarbúsins á hverjum tíma hefur þannig bein áhrif á afkomu fjölskyldnanna í landinu og sama er að segja um skattana. Ef þjóðarframleiðsan dregst saman fækkar atvinnutækifærum sem og möguleikum manna til að auka tekjur sínar. Ef verðbólga eykst og vextir hækka aukast útgjöld fjölskyldunnar. Þar með minnkar svigrúmið og erfiðara getur reynst að láta enda ná saman. Öruggur hagvöxtur, lítil verðbólga og efnahagslegur stöðugleiki eykur hins vegar tækifæri fjölskyldunnar til að njóta lífsins í víðasta skilningi. Trygg atvinna og næg atvinnutækifæri eru undirstaða öryggis og hagsældar hverrar fjölskyldu. Öflugur kaupmáttur launatekna gefur fólki jafnframt tækifæri til að draga úr vinnuframlagi sínu og njóta betra jafnvægis vinnu og einkalífs. Jafnvægi og hagsæld í efnahagsmálum tryggir líka stöðugar tekjur ríkisins sem er undirstaða velferðarþjóðfélagsins og þess að unnt sé að veita sjúkum, öldruðum og öryrkjum þann stuðning sem þeir þurfa á að halda. Þess vegna er það eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna á hverjum tíma að tryggja trausta efnahagslega undirstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð lagt á það áherslu að skapa einstaklingunum frjótt umhverfi til athafna og framkvæmda. Síðastliðin tæp sextán ár hefur áhersla verið lögð á að lækka skatta, einfalda ríkisreksturinn og auka frelsi og samkeppni á öllum sviðum. Ég tel gríðarlega mikilvægt að við höldum einbeitt áfram þennan veg til árangurs. Með því að einfalda regluverk atvinnulífsins enn frekar og halda áfram að lækka opinberar álögur sköpum við skilyrði fyrir kröftugu atvinnulífi. Þannig styðjum við best frumkvöðla og nýsköpun um leið og við eflum þá atvinnustarfsemi sem fyrir er. Í stjórnmálum eru viðfangsefnin síbreytileg. Dægurmál líðandi stundar munu hverfa en ný viðfangsefni koma stöðugt til sögunnar. Þannig er lýðræðið í verki og þannig færum við þjóðfélagið stöðugt fram á við. Við Íslendingar búum einnig við forréttindi að þessu leyti – okkar vandamál eru úrlausnarefni – og við stefnum öll að sama markinu, að gera okkar góða þjóðfélag enn betra. Þó er góður vilji ekki nægilegur til að ná settu marki. Það þarf líka að fara réttu leiðirnar. Við sem höfum verið í forsvari í ríkisstjórn umliðin ár getum litið stolt yfir árangur nýliðinna ára, þótt verkefninu ljúki að sönnu aldrei. Við göngum til okkar verka af sama krafti og áður, staðráðin í því að halda áfram að gera okkar besta. Stjórnarandstaðan hefur að sama skapi það lýðræðislega hlutverk að gagnrýna og veita stjórnvöldum aðhald. Það er mikilvægt hlutverk og nauðsynlegt að því sé ávallt sinnt af ábyrgð. Við áramót er siður að líta yfir farinn veg en búa sig jafnframt undir áskoranir framtíðarinnar. Hvað hefur áunnist og hvert ber að stefna? Hátt, segi ég, hátt ber að stefna – enn hærra en áður. Ég þakka landsmönnum samfylgdina á liðnum árum og óska lesendum öllum velfarnaðar á komandi ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Viðburðarríkt ár er að baki. Glæstir sigrar, vonbrigði, tækifæri, gleði og sorg – allt þetta hafa landsmenn upplifað með einhverjum hætti á árinu 2006. Þannig er lífið í öllum sínum fjölbreytileika og enginn stöðvar tímans þunga nið. Árið 2007 heilsar brátt með öllum þeim viðfangsefnum og áskorunum sem fylgja nýju ári. Ég vona að það verði okkur öllum farsælt. Stjórnmálin hafa verið einkar fjörleg þetta árið, sveitarstjórnarkosningar á liðnu vori, breytingar í ríkisstjórn í sumar í kjölfar þess að Halldór Ásgrímsson ákvað að hverfa af vettvangi stjórnmálanna og síðan prófkjör flokkanna nú í haust til undirbúnings fyrir komandi alþingiskosningar. Þingkosningarnar í maí og aðdragandi þeirra mun án efa tryggja framhald líflegrar þjóðmálaumræðu. Sumir halda að stjórnmál séu aðeins linnulaust karp um dægurmál, keppni í ræðumennsku þar sem sá vinnur sem talar hæst og mest fer fyrir. Þannig kann það raunar að virðast þeim fáu sem aðeins fylgjast með skvaldurþáttum fjölmiðla og bloggsíðum stjórnmálamanna eða misjafnlega spakviturra álitsgjafa. En stjórnmálin snúast auðvitað um annað og meira. Stjórnmálabaráttan er tæki til að þróa samfélagið áfram til betri vegar í þágu borgaranna allra. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í þeirri vegferð. Við Íslendingar erum lánsöm þjóð. Við búum í samfélagi þar sem vandamálin eru í raun flest smávægileg miðað við vanda ýmissa annarra þjóða. Vandamál okkar er flest hægt að líta á sem viðfangsefni til úrlausnar þar sem ágreiningur er fyrst og fremst um leiðir en ekki markmið. Athyglisvert er að nú er helst deilt í stjórnmálum á Íslandi um túlkun á tölum og samanburð milli manna – og milli þjóða. Íslenskt efnahagslíf hefur á skömmum tíma tekið algjörum stakkaskiptum og er nú fyllilega samkeppnisfært við þau lönd sem við viljum helst bera okkur saman við. Íslensk fyrirtæki láta til sín taka á sviðum sem óhugsandi hefði verið fyrir nokkrum árum að þau væru þátttakendur í og þeim vex ásmegin, að því er virðist, með degi hverjum. Við viljum gera fyrirtækjunum kleift að halda áfram á þessari braut því það er í atvinnustarfseminni sem þau verðmæti skapast sem þjóðin lifir af. Í pólitískri umræðu er málum gjarnan skipt í flokka og vísað til þeirra sem harðra eða mjúkra. Velferðar- og fjölskyldumál falla þá jafnan í mjúka flokkinn en efnahags- og skattamál í hinn, svo dæmi séu tekin. Þetta er hins vegar ekki svona einfalt því mjúku og hörðu málin skarast. Efnahagsstaða þjóðarbúsins á hverjum tíma hefur þannig bein áhrif á afkomu fjölskyldnanna í landinu og sama er að segja um skattana. Ef þjóðarframleiðsan dregst saman fækkar atvinnutækifærum sem og möguleikum manna til að auka tekjur sínar. Ef verðbólga eykst og vextir hækka aukast útgjöld fjölskyldunnar. Þar með minnkar svigrúmið og erfiðara getur reynst að láta enda ná saman. Öruggur hagvöxtur, lítil verðbólga og efnahagslegur stöðugleiki eykur hins vegar tækifæri fjölskyldunnar til að njóta lífsins í víðasta skilningi. Trygg atvinna og næg atvinnutækifæri eru undirstaða öryggis og hagsældar hverrar fjölskyldu. Öflugur kaupmáttur launatekna gefur fólki jafnframt tækifæri til að draga úr vinnuframlagi sínu og njóta betra jafnvægis vinnu og einkalífs. Jafnvægi og hagsæld í efnahagsmálum tryggir líka stöðugar tekjur ríkisins sem er undirstaða velferðarþjóðfélagsins og þess að unnt sé að veita sjúkum, öldruðum og öryrkjum þann stuðning sem þeir þurfa á að halda. Þess vegna er það eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna á hverjum tíma að tryggja trausta efnahagslega undirstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð lagt á það áherslu að skapa einstaklingunum frjótt umhverfi til athafna og framkvæmda. Síðastliðin tæp sextán ár hefur áhersla verið lögð á að lækka skatta, einfalda ríkisreksturinn og auka frelsi og samkeppni á öllum sviðum. Ég tel gríðarlega mikilvægt að við höldum einbeitt áfram þennan veg til árangurs. Með því að einfalda regluverk atvinnulífsins enn frekar og halda áfram að lækka opinberar álögur sköpum við skilyrði fyrir kröftugu atvinnulífi. Þannig styðjum við best frumkvöðla og nýsköpun um leið og við eflum þá atvinnustarfsemi sem fyrir er. Í stjórnmálum eru viðfangsefnin síbreytileg. Dægurmál líðandi stundar munu hverfa en ný viðfangsefni koma stöðugt til sögunnar. Þannig er lýðræðið í verki og þannig færum við þjóðfélagið stöðugt fram á við. Við Íslendingar búum einnig við forréttindi að þessu leyti – okkar vandamál eru úrlausnarefni – og við stefnum öll að sama markinu, að gera okkar góða þjóðfélag enn betra. Þó er góður vilji ekki nægilegur til að ná settu marki. Það þarf líka að fara réttu leiðirnar. Við sem höfum verið í forsvari í ríkisstjórn umliðin ár getum litið stolt yfir árangur nýliðinna ára, þótt verkefninu ljúki að sönnu aldrei. Við göngum til okkar verka af sama krafti og áður, staðráðin í því að halda áfram að gera okkar besta. Stjórnarandstaðan hefur að sama skapi það lýðræðislega hlutverk að gagnrýna og veita stjórnvöldum aðhald. Það er mikilvægt hlutverk og nauðsynlegt að því sé ávallt sinnt af ábyrgð. Við áramót er siður að líta yfir farinn veg en búa sig jafnframt undir áskoranir framtíðarinnar. Hvað hefur áunnist og hvert ber að stefna? Hátt, segi ég, hátt ber að stefna – enn hærra en áður. Ég þakka landsmönnum samfylgdina á liðnum árum og óska lesendum öllum velfarnaðar á komandi ári.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun