Innlent

Gæslan eyddi hvalshræi

Lagt var í leiðangur í vikunni eftir að Landhelgisgæslunni hafði borist tilkynning um að hvalshræ væri á reki við Gróttu.  Kom í ljós að þarna var á ferð 6 metra löng hrefna sem skapaði hættu fyrir smærri báta. Einnig var hætta á að hræið ræki á fjörur þar sem rotnun með tilheyrandi ólykt gæti orðið til ama.

Áhöfn björgunarskips Landsbjargar og sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar hófu leit að hræinu. Þegar það fannst komu sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar sprengiefni fyrir ofan á því og sökktu því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×