Innlent

Framsókn sleit viðræðunum

Framsóknarflokkurinn sleit í gær formlegum meirihlutaviðræðum sínum, Samfylkingar og Vinstri grænna í Mosfellsbæ. Ástæðan er sögð vera að tillaga framsóknarmanna um jafna skiptingu embætta og nefndarsæta hafi ekki hlotið hljómgrunn.

Marteinn Magnússon, oddviti Framsóknarmanna, sendi hinum oddvitunum bréf í gærmorgun þar sem hann sagðist vilja slíta viðræðum. Einhverjar frekari þreifingar áttu sér þó stað milli flokkanna í gærkvöldi. Heimildir herma að Sjálfstæðisflokkur hafi ekki rætt við neinn flokk um meirihlutasamstarf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×