Innlent

Konur í þremur efstu sætum

oddný g. harðardóttir Oddný mun taka við embætti bæjarstjóra í Garði.
oddný g. harðardóttir Oddný mun taka við embætti bæjarstjóra í Garði.
N-listinn hlaut meirihluta atkvæða í Garði en aðeins tveir flokkar buðu fram að þessu sinni.Á N-listanum eru níu konur og fimm karlmenn, þar af eru konur í þremur efstu sætunum. Oddný G. Harðardóttir, oddviti N-listans, segir að ekki hafi verið erfitt að virkja konurnar. Það er búið að telja okkur konum trú um að ástæðan fyrir því að við erum ekki á listum sé sú að við viljum ekki vera með. En það var ekki vandamál hér, heldur var þvert á móti mikil ásókn kvenna í sæti. Að sögn Oddnýjar var kveikjan að þessu sú að tuttugu konur úr öllum flokkum ákváðu að setjast niður og velta fyrir sér hvernig hægt væri að gera hlutina betur. Oddný segir að þeim hafi þótt þörf á að bæta vinnulag og lýðræðislega aðkomu bæjarbúa að málum. I-listamenn höfðu samband við hópinn um samstarf og úr varð nýtt framboð, N-listinn. H-listanum var einnig boðið að vera með en í ljós kom að þeir ætluðu ekki að taka þátt í kosningunum. Einstaklingar af H-listanum höfðu þó aðkomu að N-listanum. Við leggjum áherslu á fagleg vinnubrögð og gegnsæja stjórnsýslu. Sömuleiðis að í öllum málaflokkum verði sett fram aðgerðaáætlun og kostnaðaráætlun fyrir kjörtímabilið, segir Oddný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×