Erlent

Hluti þýfisins fundið

MYND/AP

Lögreglan á Englandi hefur fundið hluta þýfisins sem ræningjar höfðu á brott með sér þegar þeir rændu peningageymslu í Kent í fyrradag. Þetta er eitt stærsta ránið í sögu Bretlands en ræningjarnir náðu um 50 milljónum punda eða sem nemur hátt í sex milljörðum íslenskra króna. Lögreglan hefur ekki viljað gefa út hversu mikið af fénu er fundið en það fannst í sendiferðabíl á bílastæði við hótel rétt við alþjóðlega lestarstöð í Bretlandi. Stæðið er í um fjörtíu og fimm mínútna fjarlægð frá þeim stað þar sem ránið var framið. Lögreglan hefur handtekið að minnsta kosti þrjá í tengslum við ránið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×