Erlent

Mikill skortur á vinnuafli í Danmörku

MYND/Pjetur

Mikill skortur er á vinnuafli í Danmörku. Þetta sýna nýjustu tölur á helstu atvinnuauglýsingasíðu Danmerkur á Netinu sem greint er frá í Politiken. Mestur er skorturinn á hjúkrunarfræðingum og byggingarverkamönnum og iðnaðarmönnum og þá er mikil barátta um sérfræðinga í fjármálageiranum. Greint er frá því í Politiken að reiknað sé með að atvinnuleysi í Danmörku verði 4,3 prósent í lok árs sem telst ekki mikið þar á bæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×