Schumacher er fjórum sinnum vinsælli en Alonso 27. september 2006 15:32 Michael Schumacher NordicPhotos/GettyImages Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, er fjórum sinnum vinsælli meðal áhugamanna í greininni en heimsmeistarinn Fernando Alonso. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Alþjóða Akstursíþróttasambandið lét gera á dögunum. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að Schumacher er uppáhaldsökumaður 28% þeirra sem spurðir voru, en Alonso var aðeins í fjórða sæti með 7% atkvæða. Finninn Kimi Raikkönen reyndist næstvinsælasti ökumaðurinn og Jenson Button sá þriðji. Þá kom í ljós að 66% aðspurðra voru fylgjandi nýjum reglum um hjólbarðaskipti og 73% sögðu að nýju reglurnar í tímatökunum væru til góðs, enda sögðust 51% aðspurðra fylgjast meira með tímatökum í kjölfar þessa. 88% þeirra sem tóku þátt í könnuninni vildu að meiri áhersla yrði lögð á hæfileika ökumanna frekar en tæknimál og aðstoðarfólk, en 86% sögðu að framúrakstur væri mikilvægasti þátturinn í skemmtanagildi íþróttarinnar. Michael Schumacher er sem fyrr langvinsælasti ökumaðurinn í Formúlu 1, þrátt fyrir að hafa allan sinn feril verið mjög umdeildur. Könnunin náði til 91.000 manns í 180 löndum. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, er fjórum sinnum vinsælli meðal áhugamanna í greininni en heimsmeistarinn Fernando Alonso. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Alþjóða Akstursíþróttasambandið lét gera á dögunum. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að Schumacher er uppáhaldsökumaður 28% þeirra sem spurðir voru, en Alonso var aðeins í fjórða sæti með 7% atkvæða. Finninn Kimi Raikkönen reyndist næstvinsælasti ökumaðurinn og Jenson Button sá þriðji. Þá kom í ljós að 66% aðspurðra voru fylgjandi nýjum reglum um hjólbarðaskipti og 73% sögðu að nýju reglurnar í tímatökunum væru til góðs, enda sögðust 51% aðspurðra fylgjast meira með tímatökum í kjölfar þessa. 88% þeirra sem tóku þátt í könnuninni vildu að meiri áhersla yrði lögð á hæfileika ökumanna frekar en tæknimál og aðstoðarfólk, en 86% sögðu að framúrakstur væri mikilvægasti þátturinn í skemmtanagildi íþróttarinnar. Michael Schumacher er sem fyrr langvinsælasti ökumaðurinn í Formúlu 1, þrátt fyrir að hafa allan sinn feril verið mjög umdeildur. Könnunin náði til 91.000 manns í 180 löndum.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira