Skoða breytt landslag 27. september 2006 00:01 Sparisjóðabankinn við Rauðarárstíg Eignarhlutur sparisjóða í Sparisjóðabankanum hækkar í virði við skráningu Existu á markað. Verðmætari hlutur getur leitt til lækkunar eiginfjárhlutfalla sparisjóðanna. Markaðurinn/E.Ól. Eftir skráningu Existu á hlutabréfamarkað blasir nýr heimur við sparisjóðunum 24. Allt stefnir í að methagnaður verði á rekstri þeirra á þessu ári vegna hinnar miklu verðmætaaukningar sem varð við skráninguna. Einkum munu þeir sparisjóðir, sem eiga beint hlutabréf í Existu, sýna mikinn hagnað á þessu ári og gefur það þeim kraft til að styrkja sig frekar. En þetta mun einnig hafa önnur áhrif á efnahag sparisjóðanna, nefnilega eiginfjárhlutföll þeirra. Eignarhlutir banka og sparisjóða í öðrum fjármálafyrirtækjum dragast frá eiginfjárgrunni og þar sem hlutabréf sparisjóða í Existu eru verðmætari verður frádrátturinn við eiginfjárútreikninga meiri. Lægri eiginfjárhlutföll (CAD) geta leitt til þess að slagkraftur til frekari sóknar og þar með útlánageta takmarkast. Einnig er ljóst að þar sem eignarhluturinn ber nú markaðsáhættu verður afkoma Existu-sparisjóðanna mun háðari sveiflum á hlutabréfamarkaði. Frá klassískum bankasjónarmiðum þykir það ekki góð regla að hafa stóran hluta eigin fjár bundinn í einni eign. Exista-sparisjóðirnir sjálfir eru misvel búnir undir þessa verðmætaaukningu, til dæmis er ósennilegt að SPRON hreyfi við hlut sínum en smærri sparisjóðir eru varla í annarri stöðu en að selja þegar nær dregur áramótum, þá í samráði við aðra eigendur Existu. Það eru ekki einungis Exista-sparisjóðir skoða rækilega þessi áhrif. Allir sparisjóðir taka hlutdeild í hagnaði Sparisjóðabankans sem á 4,6 prósenta hlut í Existu en hlutur bankans hefur sennilega aukist um fimm milljarða að virði frá því í lok júní. Eignarhlutur í bankanum verður því enn verðmætari í bókum sparisjóða. Eignarhlutur Sparisjóðabankans í Existu nemur sennilega um 80 prósentum af eigin fé bankans um mitt ár þannig að hluturinn gæti reynst farartálmi á boðaðri leið bankans til útrásar og er ekki ósennilegt að bankinn létti á sinni stöðu. Þá geta sparisjóðir styrkt eiginfjárstöðu með útgáfu nýs stofnfjár eða víkjandi lána. En af samtölum við sparisjóðamenn segjast fáir myndu gráta ef óumflýjanlegt reynist að selja hluti í Existu. Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Eftir skráningu Existu á hlutabréfamarkað blasir nýr heimur við sparisjóðunum 24. Allt stefnir í að methagnaður verði á rekstri þeirra á þessu ári vegna hinnar miklu verðmætaaukningar sem varð við skráninguna. Einkum munu þeir sparisjóðir, sem eiga beint hlutabréf í Existu, sýna mikinn hagnað á þessu ári og gefur það þeim kraft til að styrkja sig frekar. En þetta mun einnig hafa önnur áhrif á efnahag sparisjóðanna, nefnilega eiginfjárhlutföll þeirra. Eignarhlutir banka og sparisjóða í öðrum fjármálafyrirtækjum dragast frá eiginfjárgrunni og þar sem hlutabréf sparisjóða í Existu eru verðmætari verður frádrátturinn við eiginfjárútreikninga meiri. Lægri eiginfjárhlutföll (CAD) geta leitt til þess að slagkraftur til frekari sóknar og þar með útlánageta takmarkast. Einnig er ljóst að þar sem eignarhluturinn ber nú markaðsáhættu verður afkoma Existu-sparisjóðanna mun háðari sveiflum á hlutabréfamarkaði. Frá klassískum bankasjónarmiðum þykir það ekki góð regla að hafa stóran hluta eigin fjár bundinn í einni eign. Exista-sparisjóðirnir sjálfir eru misvel búnir undir þessa verðmætaaukningu, til dæmis er ósennilegt að SPRON hreyfi við hlut sínum en smærri sparisjóðir eru varla í annarri stöðu en að selja þegar nær dregur áramótum, þá í samráði við aðra eigendur Existu. Það eru ekki einungis Exista-sparisjóðir skoða rækilega þessi áhrif. Allir sparisjóðir taka hlutdeild í hagnaði Sparisjóðabankans sem á 4,6 prósenta hlut í Existu en hlutur bankans hefur sennilega aukist um fimm milljarða að virði frá því í lok júní. Eignarhlutur í bankanum verður því enn verðmætari í bókum sparisjóða. Eignarhlutur Sparisjóðabankans í Existu nemur sennilega um 80 prósentum af eigin fé bankans um mitt ár þannig að hluturinn gæti reynst farartálmi á boðaðri leið bankans til útrásar og er ekki ósennilegt að bankinn létti á sinni stöðu. Þá geta sparisjóðir styrkt eiginfjárstöðu með útgáfu nýs stofnfjár eða víkjandi lána. En af samtölum við sparisjóðamenn segjast fáir myndu gráta ef óumflýjanlegt reynist að selja hluti í Existu.
Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira