Viðskipti innlent

Búa sig undir samkeppnina

BlackBerry-sími. Margir hafa tekið í notkun svonefnda Blackberry-síma sem nota GPRS gagnatengingu og hafa með því aðgang að tölvupósti og margvíslegum skrifstofuhugbúnaði hvar sem þeir eru. Aukinn sendihraði 3G stóreykur möguleika í allri fjarvinnslu.
BlackBerry-sími. Margir hafa tekið í notkun svonefnda Blackberry-síma sem nota GPRS gagnatengingu og hafa með því aðgang að tölvupósti og margvíslegum skrifstofuhugbúnaði hvar sem þeir eru. Aukinn sendihraði 3G stóreykur möguleika í allri fjarvinnslu.

Stóru símafyrirtækin skoða nú bæði skilmálana sem kveðið er á um í útboðslýsingu Póst- og fjarskiptastofnunar á leyfum fyrir rekstur þriðju kynslóðar farsímanets, sem stundum nefnist 3G-kerfi. Að sama skapi fagnar Novator því að leyfin hafi verið auglýst og segir fulltrúi félagsins það enda hafa stefnt að því að koma 3G neti í rekstur.

Ljóst er að margvísleg nýbreytni fylgir auknum sendihraða í þriðju kynslóðinni, en af samkeppnisástæðum vilja fyrirtækin sem minnst segja um þær nýjungar. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir þó ljóst að fyrirtækið komi til með að skila inn tilboði fyrir tilsettan tíma 12. mars og þar verði útfært nánar með hvaða hætti og hversu hratt farsímakerfið nýja verði byggt upp. „En við útilokum ekki að það geti orðið hraðar en kveðið er á um í útboðslýsingunni,“ segir hún. Þá telur Eva að nú sé um margt góður tími til að ráðast í þessa breytingu og viðskiptavinir almennt tilbúnari til að nýta sér nýbreytni í þjónustu. Þar bendir hún til dæmis á vaxandi vinsældir Blackberry-þjónustunnar þar sem notendur hafa aðgang að skrifstofuhugbúnaði í síma.

Gestur Gestsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone, segir að sama skapi verið að skoða skilmála Póst- og fjarskiptastofnunar. „Menn fá tvo og hálfan mánuð til að átta sig á rammanum sem á er að byggja. Ég geri ráð fyrir að við nýtum okkur þann tíma,“ segir hann og bætir við að því hafi fyrirtækið ekki enn lagt niður fyrir sér hversu hratt verði hægt að byggja upp kerfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×