Viðskipti innlent

Fá 5,7 milljarða króna í nýársgjöf

Lífiðn og Samvinnulífeyrissjóðurinn hafa sameinast undir nafninu Stafir lífeyrissjóður. Við það aukast aldurstengd lífeyrisréttindi sjóðsfélaga um 5,7 milljarða króna eða 16 til 20 prósent. Félagar eru yfir fimmtíu þúsund.

„Við sameiningu sjóðanna var eignastaða jöfnuð, þannig að allar deildir voru á jafnri stöðu. Þá varð til umframeign í hinum og þessum deildum sem nam 5,7 milljörðum.

Nú þegar liggur fyrir staðfesting frá Fjármálaeftirlitinu um að við megum starfa eftir þeim samþykktum sem við ætluðum okkur að starfa eftir, þá viljum við tilkynna að réttindi sjóðfélaga verði aukin,“ segir Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stafa.

Hann bendir á að það séu ekki margir lífeyrissjóðir sem geti státað af því að eiga 8 til 9 prósenta eign umfram réttindi; flestallir hafi verið að berjast við það að ná jafnvægi milli eigna og réttinda. - eþa






Fleiri fréttir

Sjá meira


×