Innlent

Íbúum kynnt nýtt og umdeilt skipulag Kársness

Tölvuteiknuð mynd af fyrirhugaðri landfyllingu og byggingum á Kársnesi.
Tölvuteiknuð mynd af fyrirhugaðri landfyllingu og byggingum á Kársnesi. MYND/frá Kópavogsbæ

Íbúum Kársness í Kópavogi verður kynnt nýtt rammaskipulag á íbúafundi á morgun, þar sem gert er ráð fyrir endurnýjaðri höfn á tæplega 5 hektara landfyllingu og þéttskipaðri fjölbýlishúsabyggð vestast á nesinu. Íbúar á Kársnesinu eru margir uggandi yfir því að hverfið muni þróast frá þeirri lágreistu og kyrrlátu íbúðabyggð sem það hefur verið.

Miklar breytingar hafa þegar verið samþykktar og eru hafnar með mikilli uppbyggingu á landfyllingu Fossvogsmegin á nesinu, og á Kópavogstúni við Sunnuhlíð og Landsspítalann í Kópavogi. Því er boðað til íbúafundar í Salnum annað kvöld klukkan 20:00 þar sem rammaskipulagið og fyrirhugaðar breytingar verða kynntar.

Nánari upplýsingar eru í fréttatilkynningum frá Íbúasamtökum Kársness annars vegar og annarri frá Kópavogsbæ hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×