Hætta á fjölgun berklasmita á Íslandi 12. desember 2006 10:40 Óttast er að tíðni berkla komi til með að aukast hér á landi með inngöngu Rúmeníu og Búlgaríu í Evrópusambandið. Tíðni berkla er há í þessum löndum og skapar það ákveðin vandamál. Rúmenía og Búlgaría fá aðild að Evrópusambandinu um næstu áramót og íbúar þessara landa verða þar með aðilar að vinnumarkaði aðildarríkjanna. Þetta felur það í sér að komi Rúmenar eða Búlgarar hingað til lands til að dvelja og starfa þurfa þeir ekki lengur að gangast undir heilbrigðisskoðun. Hópurinn hefur hingað til þurft að framvísa heilbrigðisvottorði þegar sótt hefur verið um dvalar- og atvinnuleyfi og þurft að sýna berklapróf. Landamæri Íslands fyrir vinnuafl frá Rúmeníu og Búlgaríu verða þó ekki opnuð fyrr en 2009 þar sem Íslendingar ætla að nýta sér leyfðan aðlögunartíma. Með inngöngu Rúmeníu og Búlgaríu í ESB mun berklatilfellum í sambandinu fjölga um 50%. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir hjá sóttvarnarlækni, segir tíðni berkla lága hér á landi en svo geti farið að hér greinist fleiri með smitandi berkla. Í desemberhefti Farsóttarfrétta sóttvarnarlæknis er greint frá því að það sem af er ári hafi níu greinst með berkla á Íslandi, þar af voru fjórir með erlent ríkisfang. Á undanförunum áratug hafa rúmlega eitt hundrað manns greinst með berkla á Íslandi en rúmur helmingur þeirra er með erlent ríkisfang. Flestir þeirra Íslendinga sem greinast með berkla hafa smitast á fyrri hluta síðustu aldar en ekki veikst fyrr en nú þegar ónæmiskerfið hefur tekið að veikjast sökum aldurs eða sjúkdóma. Heilbrigðisráðherra getur sett reglugerð um að rannsaka sérstaklega tiltekinn hóp sem kemur til landsins, ef hætta er talin á að smit hættulegs sjúkdóms geti borist til landsins með fólki frá svæðum þar sem hann er útbreiddur. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Óttast er að tíðni berkla komi til með að aukast hér á landi með inngöngu Rúmeníu og Búlgaríu í Evrópusambandið. Tíðni berkla er há í þessum löndum og skapar það ákveðin vandamál. Rúmenía og Búlgaría fá aðild að Evrópusambandinu um næstu áramót og íbúar þessara landa verða þar með aðilar að vinnumarkaði aðildarríkjanna. Þetta felur það í sér að komi Rúmenar eða Búlgarar hingað til lands til að dvelja og starfa þurfa þeir ekki lengur að gangast undir heilbrigðisskoðun. Hópurinn hefur hingað til þurft að framvísa heilbrigðisvottorði þegar sótt hefur verið um dvalar- og atvinnuleyfi og þurft að sýna berklapróf. Landamæri Íslands fyrir vinnuafl frá Rúmeníu og Búlgaríu verða þó ekki opnuð fyrr en 2009 þar sem Íslendingar ætla að nýta sér leyfðan aðlögunartíma. Með inngöngu Rúmeníu og Búlgaríu í ESB mun berklatilfellum í sambandinu fjölga um 50%. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir hjá sóttvarnarlækni, segir tíðni berkla lága hér á landi en svo geti farið að hér greinist fleiri með smitandi berkla. Í desemberhefti Farsóttarfrétta sóttvarnarlæknis er greint frá því að það sem af er ári hafi níu greinst með berkla á Íslandi, þar af voru fjórir með erlent ríkisfang. Á undanförunum áratug hafa rúmlega eitt hundrað manns greinst með berkla á Íslandi en rúmur helmingur þeirra er með erlent ríkisfang. Flestir þeirra Íslendinga sem greinast með berkla hafa smitast á fyrri hluta síðustu aldar en ekki veikst fyrr en nú þegar ónæmiskerfið hefur tekið að veikjast sökum aldurs eða sjúkdóma. Heilbrigðisráðherra getur sett reglugerð um að rannsaka sérstaklega tiltekinn hóp sem kemur til landsins, ef hætta er talin á að smit hættulegs sjúkdóms geti borist til landsins með fólki frá svæðum þar sem hann er útbreiddur.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira