Skynsamleg niðurstaða 12. desember 2006 05:00 Þegar kemur að nýtingu á auðlindum hafsins njótum við Íslendingar alþjóðlegs álits og viðurkenningar. Þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar eru sjónarmið okkar vel metin og við höfum áratugum saman haft mótandi áhrif á þróun þessara mála. Meðal annars var rifjað upp síðastliðið sumar, þegar minnst var fullnaðarsigurs okkar í landhelgismálum, hvernig Íslendingar komu að þróun hafréttarmálanna. Skýr stefnaStefnumótun okkar um nýtingu á auðlindum hafsins er skýr, byggist á áratuga reynslu og var innsigluð í vandlega undirbúinni stefnumörkun íslenskra stjórnvalda um málefni hafsins. Eitt grundvallaratriði þar er að auðlindanýtingunni innan lögsagnar einstakra ríkja eigi viðkomandi ríki að stjórna og auðlindastjórn á úthafinu skuli vera á vegum svæðisbundinna stofnana þar sem það á við. Þetta er lykilatriði. Við getum ekki unað yfirþjóðlegri stjórnun.Við Íslendingar höfum ætíð sýnt það með verkum okkar að við tölum röddu ábyrgrar auðlindanýtingar. Skýr dæmi þess má m.a. finna á vettvangi NEAFC, þar sem við höfum hvatt til hófs við nýtingu karfa á Reykjaneshrygg. Sama hefur mátt segja um afstöðu okkar til nýtingar annarra deilistofna.Þessari ábyrgu stefnu fylgdum við líka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem nýlega var gengið frá samkomulagi varðandi vernd viðkvæmra vistkerfa í úthafinu. Samkomulag sem byggðist á málamiðlun náðist um niðurstöðuna. Að því samkomulagi stóðum við og um það var almenn sátt. Þetta er mikilvægt mál. Bæði vegna sjálfstæðs gildis viðkvæmra vistkerfa svo sem kaldsjávarkóralla, neðansjávartinda og hverastrýta og vegna mikilvægis þessara vistkerfa fyrir viðgang nytjastofna hafsins. Samkomulagið felur í sér mikilvæga verndun og raunverulegar aðgerðir án þess að notkun tiltekinna veiðarfæra sé bönnuð.Ábyrg afstaðaÍ aðdraganda samkomulagsins vorum við Íslendingar hluti af stærri hópi ríkja og ríkjasambanda, þar með talið ESB sem fer með umboð aðildarríkja sambandsins. Við vorum því síður en svo ein á báti heldur áttum samleið í meginatriðum m.a. með áhrifamiklum fiskveiðiþjóðum víða að úr heiminum. Við Íslendingar ráðum sem betur fer okkar málum sjálf og þurftum ekki að framselja samningsumboð okkar fjölþjóðlegum stofnunum til ráðsmennsku. Sú hefði þó ekki verið raunin væru Íslendingar t.d. aðilar að ESB.Ákveðinn og málefnalegur málflutningur Íslands undir styrkri forystu utanríkisráðuneytisins skilaði góðri efnislegri niðurstöðu sem almenn sátt varð um. Því vekur það mikla furðu að jafnvel á innlendum vettvangi er reynt að gera hlut okkar tortryggilegan. Slíkt er fullkomlega óskiljanlegt og hlýtur að byggjast á þekkingarleysi fremur en ásetningi.Gott fordæmiÞað er til frekara marks um afstöðu okkar að hér við land eru víðáttumiklir haffletir verndaðir fyrir notkun togveiðarfæra. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem ég hef flutt og færir stjórnvöldum styrkari heimildir til verndunar viðkvæmra vistkerfa á hafsbotninum.Og skemmst er að minnast þess að síðastliðinn vetur var í góðu samkomulagi stjórnvalda, sjómanna og útvegsmanna ákveðið að loka togslóðum til að vernda kórallasvæði. Þeim mun sérkennilegra og ástæðulausara er að vega að íslenskum stjórnvöldum fyrir afstöðu þeirra á þessu sviði. Þarna göngum við í fararbroddi þeirra sem gæta hófs og fara fram með fagmannlegum málflutningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar kemur að nýtingu á auðlindum hafsins njótum við Íslendingar alþjóðlegs álits og viðurkenningar. Þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar eru sjónarmið okkar vel metin og við höfum áratugum saman haft mótandi áhrif á þróun þessara mála. Meðal annars var rifjað upp síðastliðið sumar, þegar minnst var fullnaðarsigurs okkar í landhelgismálum, hvernig Íslendingar komu að þróun hafréttarmálanna. Skýr stefnaStefnumótun okkar um nýtingu á auðlindum hafsins er skýr, byggist á áratuga reynslu og var innsigluð í vandlega undirbúinni stefnumörkun íslenskra stjórnvalda um málefni hafsins. Eitt grundvallaratriði þar er að auðlindanýtingunni innan lögsagnar einstakra ríkja eigi viðkomandi ríki að stjórna og auðlindastjórn á úthafinu skuli vera á vegum svæðisbundinna stofnana þar sem það á við. Þetta er lykilatriði. Við getum ekki unað yfirþjóðlegri stjórnun.Við Íslendingar höfum ætíð sýnt það með verkum okkar að við tölum röddu ábyrgrar auðlindanýtingar. Skýr dæmi þess má m.a. finna á vettvangi NEAFC, þar sem við höfum hvatt til hófs við nýtingu karfa á Reykjaneshrygg. Sama hefur mátt segja um afstöðu okkar til nýtingar annarra deilistofna.Þessari ábyrgu stefnu fylgdum við líka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þar sem nýlega var gengið frá samkomulagi varðandi vernd viðkvæmra vistkerfa í úthafinu. Samkomulag sem byggðist á málamiðlun náðist um niðurstöðuna. Að því samkomulagi stóðum við og um það var almenn sátt. Þetta er mikilvægt mál. Bæði vegna sjálfstæðs gildis viðkvæmra vistkerfa svo sem kaldsjávarkóralla, neðansjávartinda og hverastrýta og vegna mikilvægis þessara vistkerfa fyrir viðgang nytjastofna hafsins. Samkomulagið felur í sér mikilvæga verndun og raunverulegar aðgerðir án þess að notkun tiltekinna veiðarfæra sé bönnuð.Ábyrg afstaðaÍ aðdraganda samkomulagsins vorum við Íslendingar hluti af stærri hópi ríkja og ríkjasambanda, þar með talið ESB sem fer með umboð aðildarríkja sambandsins. Við vorum því síður en svo ein á báti heldur áttum samleið í meginatriðum m.a. með áhrifamiklum fiskveiðiþjóðum víða að úr heiminum. Við Íslendingar ráðum sem betur fer okkar málum sjálf og þurftum ekki að framselja samningsumboð okkar fjölþjóðlegum stofnunum til ráðsmennsku. Sú hefði þó ekki verið raunin væru Íslendingar t.d. aðilar að ESB.Ákveðinn og málefnalegur málflutningur Íslands undir styrkri forystu utanríkisráðuneytisins skilaði góðri efnislegri niðurstöðu sem almenn sátt varð um. Því vekur það mikla furðu að jafnvel á innlendum vettvangi er reynt að gera hlut okkar tortryggilegan. Slíkt er fullkomlega óskiljanlegt og hlýtur að byggjast á þekkingarleysi fremur en ásetningi.Gott fordæmiÞað er til frekara marks um afstöðu okkar að hér við land eru víðáttumiklir haffletir verndaðir fyrir notkun togveiðarfæra. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem ég hef flutt og færir stjórnvöldum styrkari heimildir til verndunar viðkvæmra vistkerfa á hafsbotninum.Og skemmst er að minnast þess að síðastliðinn vetur var í góðu samkomulagi stjórnvalda, sjómanna og útvegsmanna ákveðið að loka togslóðum til að vernda kórallasvæði. Þeim mun sérkennilegra og ástæðulausara er að vega að íslenskum stjórnvöldum fyrir afstöðu þeirra á þessu sviði. Þarna göngum við í fararbroddi þeirra sem gæta hófs og fara fram með fagmannlegum málflutningi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar