Innlent

Lögreglan rannsakar nauðgun

Lögreglan í Reykjavík rannsakar nauðgun á skemmtistaðnum Broadway laust eftir klukkan fjögur í nótt. Maður um tvítugt var handtekinn í nótt en talið er að hann hafi notfært sér ölvunarástand stúlkunnar til að koma fram vilja sínum á dansgólfi staðarins. Gestir gerðu lögreglu og starfsfólki viðvart. Fjöldi ungs fólks var samankomið á Brodway til að fagna áramótunum og mikil ölvun. Maðurinn hefur ekki komið við sögu lögreglu áður. Hann og stúlkan þekktust ekki og voru ekki í sama hóp inni á skemmtistaðnum. Búist er við að stúlkan leggi fram formlega kæru í dag eða á morgun. Hún var flutt á neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana á Landspítalanum í Fossvogi í nótt. Manninum var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslu lögreglu um miðjan dag í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×