Erlent

Fuglaflensa greinist í Kamerún

MYND/AP

Banvæna afbrigði fuglaflensunnar, H5N1, hefur nú greinst í önd í Kamerún í Vestur-Afríku. Kamerún er fjórða Afríkuríkið þar sem þetta afbrigði sjúkdómsins greinist en áður hafði hún fundist í Nígeríu, Níger og Egyptalandi.

Fuglaflensa hefur enn ekki greinst í mönnum í Afríku en Sameinuðu þjóðirnar vara við bráðri hættu ef faraldur nær sér á strik í þessari þéttbýlu heimsálfu. Einnig myndi fuglaflensufaraldur hafa slæm áhrif á efnahag og afkomu fólks sem treystir að miklu leyti á landbúnað og hefur viðurværi sitt meðal annars af fuglakjöti og eggjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×