Barr leggur fram nýtt tilboð í Pliva á móti Actavis 9. september 2006 00:01 Auglýsing Actavis í króatíu. Svona lítur út heilsíðuauglýsing frá Actavis sem birtist í króatískum dagblöðum fyrir helgi. Króatíska fjármálaeftirlitið fer nú yfir nýtt tilboð bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr Pharmaceuticals í króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA. Með tilboði sín svarar Barr hækkuðu tilboði Actavis sem lagt var fram í síðustu viku. Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals hefur sett fram nýtt tilboð í allt hlutafé króatíska samheitalyfjafyrirtækisins Pliva. Í tilkynningu Barr kemur fram að ekki verði greint frá því hvað felist í tilboðinu fyrr en Hanfa, fjármálaeftirlit Króatíu, hafi farið yfir boðið og veitt samþykki sitt. Er þetta gert að kröfu fjármálaeftirlitsins. Nokkuð ljóst er þó talið að fyrirtækið hefði ekki farið að leggja fram nýtt tilboð nema að annað hvort jafna eða fara hærra en síðasta boð Actavis sem birt var í síðustu viku. Þá hækkaði Actavis boð sitt í 795 kúnur á hlut, eða um 176 milljarða króna. Áður hafði Barr boðið 743 kúnur á hlut, eða sem nemur tæpum 165 milljörðum íslenskra króna. Við höfum frá upphafi sagst staðráðin í að klára þessi kaup, segir Bruce L. Downey, forstjóri og stjórnarformaður Barr og áréttar víst séu mikil samlegðaráhrif af samruna fyrirtækisins við Pliva, ólíkt því sem keppinautur okkar hefur haldið fram. Þá segir hann ljóst að hag Pliva til lengri tíma litið sé best komið í samruna Barr Pharmaceuticals og það muni hluthafar sjá. Í Apótekinu Fjandsamlega yfirtakan sem Actavis vinnur nú að á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva er af þeirri stærðargráðu að vekur heimathygli. Actavis slæst við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals um bitann. Með Pliva innanborðs verður annað hvort Barr eða Actavis að þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi. Fréttablaðið/ Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta Actavis, býst við því að HANFA aflétti leynd af tilboði Barr fljótlega eftir helgina og þá muni verða tekin ákvörðun um næstu skref þar á bæ. En þangað til bíðum við bara, enda vitum við ekki hvað felst í nýju boði Barr, segir hann. En að minnsta kosti er ljóst að þeir ætla ekki að draga sig úr slagnum. Actavis hefur þegar tryggt sér tæplega 21 prósents eignarhlut í Pliva og þykir þar með hafa nokkuð forskot í kapphlaupinu um hvort fyrirtækið verði á undan að tryggja sér meirihluta bréfa. Þá á króatíska ríkið um 18 prósenta hlut í Pliva, en talið er að sá hlutur verði ekki seldur fyrr en ljóst verður hvort fyrirtækið verður ofan á. Í gær sendi einnig stjórn Pliva frá sér tilkynningu þar sem síðasta yfirtökutilboð Actavis í fyrirtækið er sagt endurspegla sanngjarnt verðmat. Gengi bréfa í Pliva tvöfaldast frá áramótum og hækkaði um 0,5 prósent í gærmorgun. Stendur gengi þeirra nú í 840 kúnum á hlut, eða sex prósentum yfir tilboði Actavis. Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Króatíska fjármálaeftirlitið fer nú yfir nýtt tilboð bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr Pharmaceuticals í króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA. Með tilboði sín svarar Barr hækkuðu tilboði Actavis sem lagt var fram í síðustu viku. Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals hefur sett fram nýtt tilboð í allt hlutafé króatíska samheitalyfjafyrirtækisins Pliva. Í tilkynningu Barr kemur fram að ekki verði greint frá því hvað felist í tilboðinu fyrr en Hanfa, fjármálaeftirlit Króatíu, hafi farið yfir boðið og veitt samþykki sitt. Er þetta gert að kröfu fjármálaeftirlitsins. Nokkuð ljóst er þó talið að fyrirtækið hefði ekki farið að leggja fram nýtt tilboð nema að annað hvort jafna eða fara hærra en síðasta boð Actavis sem birt var í síðustu viku. Þá hækkaði Actavis boð sitt í 795 kúnur á hlut, eða um 176 milljarða króna. Áður hafði Barr boðið 743 kúnur á hlut, eða sem nemur tæpum 165 milljörðum íslenskra króna. Við höfum frá upphafi sagst staðráðin í að klára þessi kaup, segir Bruce L. Downey, forstjóri og stjórnarformaður Barr og áréttar víst séu mikil samlegðaráhrif af samruna fyrirtækisins við Pliva, ólíkt því sem keppinautur okkar hefur haldið fram. Þá segir hann ljóst að hag Pliva til lengri tíma litið sé best komið í samruna Barr Pharmaceuticals og það muni hluthafar sjá. Í Apótekinu Fjandsamlega yfirtakan sem Actavis vinnur nú að á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva er af þeirri stærðargráðu að vekur heimathygli. Actavis slæst við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals um bitann. Með Pliva innanborðs verður annað hvort Barr eða Actavis að þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi. Fréttablaðið/ Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta Actavis, býst við því að HANFA aflétti leynd af tilboði Barr fljótlega eftir helgina og þá muni verða tekin ákvörðun um næstu skref þar á bæ. En þangað til bíðum við bara, enda vitum við ekki hvað felst í nýju boði Barr, segir hann. En að minnsta kosti er ljóst að þeir ætla ekki að draga sig úr slagnum. Actavis hefur þegar tryggt sér tæplega 21 prósents eignarhlut í Pliva og þykir þar með hafa nokkuð forskot í kapphlaupinu um hvort fyrirtækið verði á undan að tryggja sér meirihluta bréfa. Þá á króatíska ríkið um 18 prósenta hlut í Pliva, en talið er að sá hlutur verði ekki seldur fyrr en ljóst verður hvort fyrirtækið verður ofan á. Í gær sendi einnig stjórn Pliva frá sér tilkynningu þar sem síðasta yfirtökutilboð Actavis í fyrirtækið er sagt endurspegla sanngjarnt verðmat. Gengi bréfa í Pliva tvöfaldast frá áramótum og hækkaði um 0,5 prósent í gærmorgun. Stendur gengi þeirra nú í 840 kúnum á hlut, eða sex prósentum yfir tilboði Actavis.
Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira