Öfgatrúarmönnum heitt í hamsi 3. febrúar 2006 22:27 Öfgatrúarmenn hótuðu öllu illu í dag, á helgidegi múslíma, vegna birtinga á skopmyndum af spámanninum Múhameð. Í Indónesíu réðst múgur að danska sendiráðinu. Í Líbanon og Íran gengu þúsundir manna um götur og brenndu danska og norska fánann. Ritstjóri norska blaðsins sem birti myndirnar segist nú sjá eftir því. Og í Danmörku átti forsætisráðherrann fund með sendiherrum múslímaþjóða. Um sjötíu manns reyndu að ráðast inn í danska sendiráðið í Jakarta, en komust ekki inn og létu sér nægja að kasta eggjum í sendiráðsskjöldinn. Í Íran gengu konur eftir götum Teheran borgar og hrópuðu niður með Danmörku. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur hitti í dag sendiherra 70 múslímaríkja í Kaupmannahöfn. Sendiherrarnir fengu ekki þá kláru afsökunarbeiðni sem þeir voru að vonast eftir. Stöð tvö í Noregi heimsótti í gær samtök í Palestínu, Andspyrnuráð alþýðu, sem hafa hótað að ráðast gegn Dönum og Norðmönnum vegna myndbirtinganna. Sagði Abu Ahmed, leiðtogi samtakanna, að til væru leiðir til að gera árásir á Evrópumenn, Frakka, Dani og Norðmenn í Palestínu. Þær aðgerðir yrðu alvarlegar ef ekki yrði látið af móðgunum við Múhameð spámann. Í Bretlandi gengu öfgamúslímar um götur Lundúna og hrópuðu slagorð gegn Dönum og Norðmönnum og var leiðtogi þeirra afdráttarlaus í fordæmingu á myndbirtingunum og þeim sem að baki þeim standa. Bresk blöð hafa þó ekki birt Múhameðsmyndirnar. Jack Straw utanríkisráðherra fagnaði því í dag og sagði myndbirtingarnar bera vott um virðingarleysi. Margir hófsamir múslimar óttast að þetta mál, sem hófst á síðasta ári með birtingu Jótlandspóstsins á tólf teiknimyndum, verði til að kynda undir andúð á Vesturlöndum meðal múslíma - og undir andúð á múslímum meðal Vesturlandabúa. Dæmi um það mátti sjá strax eftir bænastundir víða um heim í dag. Erlent Fréttir Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Öfgatrúarmenn hótuðu öllu illu í dag, á helgidegi múslíma, vegna birtinga á skopmyndum af spámanninum Múhameð. Í Indónesíu réðst múgur að danska sendiráðinu. Í Líbanon og Íran gengu þúsundir manna um götur og brenndu danska og norska fánann. Ritstjóri norska blaðsins sem birti myndirnar segist nú sjá eftir því. Og í Danmörku átti forsætisráðherrann fund með sendiherrum múslímaþjóða. Um sjötíu manns reyndu að ráðast inn í danska sendiráðið í Jakarta, en komust ekki inn og létu sér nægja að kasta eggjum í sendiráðsskjöldinn. Í Íran gengu konur eftir götum Teheran borgar og hrópuðu niður með Danmörku. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur hitti í dag sendiherra 70 múslímaríkja í Kaupmannahöfn. Sendiherrarnir fengu ekki þá kláru afsökunarbeiðni sem þeir voru að vonast eftir. Stöð tvö í Noregi heimsótti í gær samtök í Palestínu, Andspyrnuráð alþýðu, sem hafa hótað að ráðast gegn Dönum og Norðmönnum vegna myndbirtinganna. Sagði Abu Ahmed, leiðtogi samtakanna, að til væru leiðir til að gera árásir á Evrópumenn, Frakka, Dani og Norðmenn í Palestínu. Þær aðgerðir yrðu alvarlegar ef ekki yrði látið af móðgunum við Múhameð spámann. Í Bretlandi gengu öfgamúslímar um götur Lundúna og hrópuðu slagorð gegn Dönum og Norðmönnum og var leiðtogi þeirra afdráttarlaus í fordæmingu á myndbirtingunum og þeim sem að baki þeim standa. Bresk blöð hafa þó ekki birt Múhameðsmyndirnar. Jack Straw utanríkisráðherra fagnaði því í dag og sagði myndbirtingarnar bera vott um virðingarleysi. Margir hófsamir múslimar óttast að þetta mál, sem hófst á síðasta ári með birtingu Jótlandspóstsins á tólf teiknimyndum, verði til að kynda undir andúð á Vesturlöndum meðal múslíma - og undir andúð á múslímum meðal Vesturlandabúa. Dæmi um það mátti sjá strax eftir bænastundir víða um heim í dag.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira