Innlent

Styrktarleikur fyrir aðstandendur Pétur Þorvarðarsonar

Félagar Péturs Þorvarðarsonar í íþróttafélaginu Hetti á Egilsstöðum spiluðu í gær styrktarleik við íþróttafélagið Leikni á Fáskrúðsfirði.

Ekkert hefur spurst til Péturs Þorvarðarsonar frá aðfaranótt síðasta sunnudags en leit stendur enn yfir. Pétur er sautján ára og hefur verið virkur í íþróttastarfi Hattar á Egilsstöðum og er leikmaður 2. flokks í knattspyrnu. Félagar Péturs í Hetti vildu veita fjölskyldu hans liðsinni á þessum erfiðu tímum. Þeir fengu því mótherja sína í Leikni á Fáskrúðsfirði til að spila styrktarleik og rann allur ágóði leiksins aðstandana Péturs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×