Innlent

Ölvuð ungmenni

MYND/Haraldur

Lögreglan í Reykjavík var kölluð að skála í Hvalfirðinum í nótt vegna gruns um að þar væri fjöldi ölvaðra ungmenna undir lögaldri. Um áttatíu til nítíu framhaldsskólanema var að ræða, voru þeir flestir undir átján ára aldri og var ölvun talsverð. Svo virðist sem ungmennin hafi fengið skálann leigðan þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Lögreglan hafði samband við rútufyrirtæki sem ók ungmennunum á staðinn og fékk það til að flytja þau aftur til Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×