Innlent

Vilja vernda húsin á Laugavegnum

Mikið er um að vera á Laugavegi í dag. Þá sérstaklega á horni Klapparstígs og Laugavegar. Tilgangur hátíðarhaldanna var að sýna stuðning í verki við verndun húsa á Laugaveginum en búið er að gefa leyfi fyrir niðurrifi á 29 húsum við götuna, þar af er þriðja hvert hús neðan Klapparstígs.

Birgir Þórarinsson talsmaður áhugasamtaka um verndun miðbæjarins segir húsin tengja borgarbúa við fortíðina. Þau séu falleg eins og þau eru. Hann segir byggingarnar geta nýst fullkomlega sem verslunarhúsnæði og þeim eigi ekki að skipta út fyrir "kanablokkir" eins og hann kallar þær hugmyndir sem hann segir nú liggja fyrir hjá borgaryfirvöldum.

Fólk virðist mishrifið af þessari ákvörðun ef marka má þann fjölda gesta á öllum aldri sem saman var komið í Sirkusportinu í dag. Þar var boðið upp á ýmsar vörur auk þess sem ýmsir listamenn létu ljós sitt skína.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×