Innlent

Tekinn tvisvar fyrir ölvunarakstur í nótt

Maður var tekinn vegna gruns um að vera ölvaður undir stýri á fjórða tímanum í nótt. Lögreglan í Reykjavík flutti manninn til skýrslutöku upp á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Eftir aðeins einn og hálfan tíma var maðurinn stöðvaður aftur af lögreglunni þar sem hann ók á bíl sínum. Bíllinn hafði hafði verið skilinn eftir þar sem maðurinn var stöðvaður og svo virðist sem hann hafi haldið beina leið þangað, sest undir stýrið og reynt að halda för sinni áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×