Lífið

Börn reyna við Óskarinn

Kvikmyndin Börn Hafði betur en Blóðbönd og verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna.
Kvikmyndin Börn Hafði betur en Blóðbönd og verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna.

Kvikmyndin Börn eftir Ragnar Bragason og Vesturportshópinn er fulltrúi Íslands í forvali til tilnefninga um Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu kvikmyndina 2007.

Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar kusu á milli Barna og Blóðbanda, eftir Árna Óla Ásgeirsson, á miðvikudag og höfðu Börn betur í kosningunni.

Börn munu því etja kappi um þessi eftirsóttu verðlaun við kvikmyndir úr öllum heimshornum en Óskarsverðlaunaakademían kynnir tilnefningar sínar til verðlaunanna hinn 23. janúar og verðlaunin verða afhent í Los Angeles 25. febrúar á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.