Lífið

Frumlegur unghönnuður

Gullsmiðurinn Sif Ægisdóttir og Una Mist með gripinn Góða Fimm ára gamall hönnuður með sitt fyrsta hálsmen.
Gullsmiðurinn Sif Ægisdóttir og Una Mist með gripinn Góða Fimm ára gamall hönnuður með sitt fyrsta hálsmen. MYND/Anton

Hönnuðurinn Una Mist Óðinsdóttir fékk afhentan smíðagrip, sérlegt prinsessuhálsmen, frá gullsmiðnum Sif Ægisdóttur á dögunum. Una Mist tók þátt í teiknisamkeppni sem gullsmíðastofan og galleríið Hún og hún á Skólavörðustíg stóð fyrir á Menningarnótt og varð hlutskörpust að þessu sinni.

„Þetta er í þriðja sinn sem við stöndum fyrir teiknisamkeppni á Menningarnótt en það er alltaf jafn erfitt að velja,“ segir Sif. „Ætli það hafi ekki borist ríflega hundrað myndir í ár.“

Upphaflegan innblástur sinn fékk Sif frá ungum syni sínum en hún hefur gert talsvert af því að smíða eftir teikningum barna, bæði sinna eigin og annarra. „Krakkar á aldrinum 3-5 ára teikna mjög skemmtilegar myndir sem auðvelt er að smíða eftir en það verður flóknara eftir því sem börnin eldast. Gripirnir eru mjög persónulegir og tilvaldir til gjafa, til dæmis fyrir ömmu og afa,“ segir Sif.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.