Berlusconi vill ríkisstjórn olívubandalags og hægri flokka 11. apríl 2006 19:15 Romano Prodi lýsti í dag yfir sigri vinstrimanna í þingkosningunum á Ítalíu en Silvio Berlusconi forsætisráðherra fer fram á endurtalningu. Hann leggur einnig til að fylkingarnar tvær sameinist í stórri ríkisstjórn sem allir landsmenn geti sætt sig við. Miðað við fyrstu viðbrögð úr herbúðum Prodis verður að teljast ólíklegt að tillaga Berlusconis verði að veruleika. Það er óhætt að segja að ítalskir stjórnmálaleiðtogar hafi átt ótrúlega nótt. Fyrst fögnuðu vinstrimenn sigri, enda benti allt til þess að hann væri í höfn. Þegar á leið sótti flokkabandalag Berlusconis hins vegar í sig veðrið og þegar öll atkvæði höfðu verið talin innanlands, höfðu bandalögin unnið sitt hvora þingdeildina og allar líkur á að kjósa þyrfti aftur. Það voru svo nokkur hundruð þúsund Ítalir í útlöndum sem riðu baggamuninn en þeir fá að kjósa átján þingmenn. Þegar þeirra atkvæði höfðu loks verið talin undir hádegi í dag, varð ljóst að Prodi mun taka aftur við stjórnartaumunum í Róm. Hægrabandalagið er ekki tilbúið að gefa öldungadeildina eftir baráttulaust. Ólífubandalagið er með öruggan meirihluta í neðri deildinni þrátt fyrir að munurinn á fylginu þar hafi aðeins verið 0,1 prósentustig, en það er aðeins með tveggja þingmanna meirihluta í öldungadeildinni og færri atkvæði en hægrimenn. Prodi segist ætla að mynda níu flokka ríkisstjórn sem muni stýra landinu næstu fimm árin. En góður vilji er ekki nóg og af því hafa Ítalir áhyggjur. Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Romano Prodi lýsti í dag yfir sigri vinstrimanna í þingkosningunum á Ítalíu en Silvio Berlusconi forsætisráðherra fer fram á endurtalningu. Hann leggur einnig til að fylkingarnar tvær sameinist í stórri ríkisstjórn sem allir landsmenn geti sætt sig við. Miðað við fyrstu viðbrögð úr herbúðum Prodis verður að teljast ólíklegt að tillaga Berlusconis verði að veruleika. Það er óhætt að segja að ítalskir stjórnmálaleiðtogar hafi átt ótrúlega nótt. Fyrst fögnuðu vinstrimenn sigri, enda benti allt til þess að hann væri í höfn. Þegar á leið sótti flokkabandalag Berlusconis hins vegar í sig veðrið og þegar öll atkvæði höfðu verið talin innanlands, höfðu bandalögin unnið sitt hvora þingdeildina og allar líkur á að kjósa þyrfti aftur. Það voru svo nokkur hundruð þúsund Ítalir í útlöndum sem riðu baggamuninn en þeir fá að kjósa átján þingmenn. Þegar þeirra atkvæði höfðu loks verið talin undir hádegi í dag, varð ljóst að Prodi mun taka aftur við stjórnartaumunum í Róm. Hægrabandalagið er ekki tilbúið að gefa öldungadeildina eftir baráttulaust. Ólífubandalagið er með öruggan meirihluta í neðri deildinni þrátt fyrir að munurinn á fylginu þar hafi aðeins verið 0,1 prósentustig, en það er aðeins með tveggja þingmanna meirihluta í öldungadeildinni og færri atkvæði en hægrimenn. Prodi segist ætla að mynda níu flokka ríkisstjórn sem muni stýra landinu næstu fimm árin. En góður vilji er ekki nóg og af því hafa Ítalir áhyggjur.
Erlent Fréttir Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira