Hluti Hellisheiðarvirkjunar telst þjóðlenda - Esjan eign Reykvíkinga og bænda 31. maí 2006 18:48 Málefni Hellisheiðarvirkjunar eru í uppnámi eftir að Óbyggðanefnd kvað upp þann úrskurð í dag að hluti af virkjunarsvæðinu sé þjóðlenda. Skíðasvæðið í Bláfjöllum og Sandskeið teljast einnig þjóðlendur. Kröfu um að háhitasvæði í Trölladyngju falli undir þjóðareign var hins vegar hafnað og Esjan er ekki þjóðlenda heldur telst séreign Reykvíkinga og bænda. Menn biðu spenntir þessa úrskurðar óbyggðanefndar enda mál manna að sjaldan hafi verið kveðið upp úr um jafnverðmæt eignaréttindi á landi og í dag. Þar munar mestu um háhitasvæði Reykjanesfjallgarðsins sem nýtast munu jarðvarmavirkjunum. Undir var stór hluti af landnámi Ingólfs, þar á meðal sjálf Esjan, en ríkið krafðist þess að efsti hluti hennar yrði þjóðlenda. Reykjavíkurborg og bændur töldu sig eiga Esjuna og á það var fallist. Landeigendur i Grindavík og Vatnsleysustrandarhreppi fögnuðu einnig en Trölladyngja og Höskuldarvellir teljast séreign. Inni á því svæði suðvesturhornsins sem úrskurðað var sem þjóðlenda eru meðal annars Bláfjöllin, Sandskeið, Jósepsdalur, Svínahraun, hluti Hengilsins, Selvogsafréttur, Ölfusafréttur og Grafningsafréttur. Eignarland Kolviðarhóls var undanskilið. Þetta þýðir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga ekki skíðalöndin í Bláfjöllum og Kópavogur ekki Sandskeið. En sennilega var fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur mest brugðið. Hluti af borholum Hellisheiðarvirkjunar telst nú vera á þjóðlendu, þó svo að Orkuveitan hafi keypt löndin, bæði af bændum í Ölfusi og ríkinu. Þetta þýðir að málefni Hellisheiðarvirkjunar, sem nú er að rísa eru í uppnámi. Hjörleifur Kvaran, lögmaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir að það verði nú skoðað rækilega hvort úrskurðurinn verði borinn undir dómstóla. Hann telur þó að hann muni ekki hafa áhrif á framkvæmdir sem standa yfir og fyrirhugaðar eru við Hellisheiðarvirkjun, enda hafi Orkuveitan öll leyfi til að rannsaka og nýta Hellisheiði. Orkuveitan þyrfti hins vegar væntanlega að semja við ríkið, nýjan eiganda að auðlindinni, um afnot af henni, eða beita eignarnámi. Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira
Málefni Hellisheiðarvirkjunar eru í uppnámi eftir að Óbyggðanefnd kvað upp þann úrskurð í dag að hluti af virkjunarsvæðinu sé þjóðlenda. Skíðasvæðið í Bláfjöllum og Sandskeið teljast einnig þjóðlendur. Kröfu um að háhitasvæði í Trölladyngju falli undir þjóðareign var hins vegar hafnað og Esjan er ekki þjóðlenda heldur telst séreign Reykvíkinga og bænda. Menn biðu spenntir þessa úrskurðar óbyggðanefndar enda mál manna að sjaldan hafi verið kveðið upp úr um jafnverðmæt eignaréttindi á landi og í dag. Þar munar mestu um háhitasvæði Reykjanesfjallgarðsins sem nýtast munu jarðvarmavirkjunum. Undir var stór hluti af landnámi Ingólfs, þar á meðal sjálf Esjan, en ríkið krafðist þess að efsti hluti hennar yrði þjóðlenda. Reykjavíkurborg og bændur töldu sig eiga Esjuna og á það var fallist. Landeigendur i Grindavík og Vatnsleysustrandarhreppi fögnuðu einnig en Trölladyngja og Höskuldarvellir teljast séreign. Inni á því svæði suðvesturhornsins sem úrskurðað var sem þjóðlenda eru meðal annars Bláfjöllin, Sandskeið, Jósepsdalur, Svínahraun, hluti Hengilsins, Selvogsafréttur, Ölfusafréttur og Grafningsafréttur. Eignarland Kolviðarhóls var undanskilið. Þetta þýðir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga ekki skíðalöndin í Bláfjöllum og Kópavogur ekki Sandskeið. En sennilega var fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur mest brugðið. Hluti af borholum Hellisheiðarvirkjunar telst nú vera á þjóðlendu, þó svo að Orkuveitan hafi keypt löndin, bæði af bændum í Ölfusi og ríkinu. Þetta þýðir að málefni Hellisheiðarvirkjunar, sem nú er að rísa eru í uppnámi. Hjörleifur Kvaran, lögmaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir að það verði nú skoðað rækilega hvort úrskurðurinn verði borinn undir dómstóla. Hann telur þó að hann muni ekki hafa áhrif á framkvæmdir sem standa yfir og fyrirhugaðar eru við Hellisheiðarvirkjun, enda hafi Orkuveitan öll leyfi til að rannsaka og nýta Hellisheiði. Orkuveitan þyrfti hins vegar væntanlega að semja við ríkið, nýjan eiganda að auðlindinni, um afnot af henni, eða beita eignarnámi.
Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira