Vill sameina slökkviliðin á suðvesturhorninu 31. maí 2006 23:30 Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vill að slökkviliðin á suðvesturhorninu verði sameinuð með það að markmiði að efla björgunar- og öryggismál hér á landi. Þá vill sambandið auka samstarfið við björgunarsveitirnar og Landhelgisgæsluna. Landssamband slökkviliðs- sjúkraflutningamanna hélt á dögunum landsfund þar sem m.a. var rætt um brotthvarf varnarliðsins og breytingar á öryggis- og björgunarmálum hér á landi af þeim sökum. Bent er á að slökkviliðin séu í raun orðin alhliða björgunarlið og með brotthvarfi hersins eigi að nýta þau tækifæri sem skapist og búa til öflugt björgunarlið úr slökkviliðum á suðvesturhorninu. Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að verið sé að horfa austur í Árnessýslu og þess vegna upp í Borgarfjörð í þeim efnum. Þetta sé kjörið tækifæri til þess að búa til eina öflaga einingu til þess að bregðast við bráðatilfellum, hvort sem er veikindum, slysum eða almannavá. Nauðsynlegt sé fyrir landið að eiga vel þjálfaðar og búnar sveitir sem geti brugðist við og séu starfsmenn sveitarfélaga eða hins opinbera. Vernharð segir að með sameiningu geti slökkvilið veitt betri þjónustu og bendir á góða reynslu af sameiningu Slökkvilið Reykjavíkurflugvallar, Slökkviliðsins í Hafnarfirði og í Reykjavík. Aðspurður segir hann sambandið hafa fengið góð viðbrögð hjá yfirvöldum. Hann nefnir sem dæmi að í nýsamþykktum lögum, sem taki gildi á morgun um slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli, sé gert ráð fyrir því að Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar sé heimilt að semja við sveitarfélag eða byggðasamlag um rekstur slökkviliðs á Keflavíkurflugvelli þannig að það sé gert ráð fyrir því að möguleikinn sé kannaður. Verðharð vill hefja viðræður um sameiningu sem fyrst og sömuleiðis endurskipulagningu á björgunarmálum í landinu, hvort heldur í sjálfboðaliðastarfinu þar sem hann segir Landsbjörgu hafa staðið sig frábærlega eða hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum sem hafi björgun og öryggismál að aðalstarfi. Skoða verði málið á víðum grunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vill að slökkviliðin á suðvesturhorninu verði sameinuð með það að markmiði að efla björgunar- og öryggismál hér á landi. Þá vill sambandið auka samstarfið við björgunarsveitirnar og Landhelgisgæsluna. Landssamband slökkviliðs- sjúkraflutningamanna hélt á dögunum landsfund þar sem m.a. var rætt um brotthvarf varnarliðsins og breytingar á öryggis- og björgunarmálum hér á landi af þeim sökum. Bent er á að slökkviliðin séu í raun orðin alhliða björgunarlið og með brotthvarfi hersins eigi að nýta þau tækifæri sem skapist og búa til öflugt björgunarlið úr slökkviliðum á suðvesturhorninu. Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að verið sé að horfa austur í Árnessýslu og þess vegna upp í Borgarfjörð í þeim efnum. Þetta sé kjörið tækifæri til þess að búa til eina öflaga einingu til þess að bregðast við bráðatilfellum, hvort sem er veikindum, slysum eða almannavá. Nauðsynlegt sé fyrir landið að eiga vel þjálfaðar og búnar sveitir sem geti brugðist við og séu starfsmenn sveitarfélaga eða hins opinbera. Vernharð segir að með sameiningu geti slökkvilið veitt betri þjónustu og bendir á góða reynslu af sameiningu Slökkvilið Reykjavíkurflugvallar, Slökkviliðsins í Hafnarfirði og í Reykjavík. Aðspurður segir hann sambandið hafa fengið góð viðbrögð hjá yfirvöldum. Hann nefnir sem dæmi að í nýsamþykktum lögum, sem taki gildi á morgun um slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli, sé gert ráð fyrir því að Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar sé heimilt að semja við sveitarfélag eða byggðasamlag um rekstur slökkviliðs á Keflavíkurflugvelli þannig að það sé gert ráð fyrir því að möguleikinn sé kannaður. Verðharð vill hefja viðræður um sameiningu sem fyrst og sömuleiðis endurskipulagningu á björgunarmálum í landinu, hvort heldur í sjálfboðaliðastarfinu þar sem hann segir Landsbjörgu hafa staðið sig frábærlega eða hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum sem hafi björgun og öryggismál að aðalstarfi. Skoða verði málið á víðum grunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira